Select Page

Vorfundur evrópskra líf – umhverfis- og matvælafræðinga í verkefninu TACO- ALGAE í Reykjavík.

22. 05. 2023

Undanfarin ár hefur HYNDLA ehf staðið að tilraunum á sjálfbærri ræktun verðmætra stórþörunga í jarðsjó í kerjum innandyra á landi.

Hyndla hefur, frá árinu 2022, tekið þátt í samevrópska verkefninu TACO-ALGAE, um rannsóknir, tilraunir og hagkvæmniathuganir við ræktun stórþörunga, uppskeru, vinnslu og nýtingu verðmætra efna úr þeim. Verkefnið er til þriggja ára og er styrkt í gegnum Blue Bio Cofund sjóði Evrópusambandsins. Tækniþróunarsjóður er aðili að Blue Bio Cofund og styrkir þátttöku Hyndlu í verkefninu. Auk Hyndlu standa að verkefninu: Nofima AS, Noregi, Vetik OU, Eistlandi, Árósarháskóli í Danmörku, Háskólinn í Santiago de Compostela, Spáni, og Tækniháskólinn í Riga í Lettlandi.

Samstarfsaðilar Hyndlu hér á landi eru Hafrannsóknastofnun (HAFRÓ), Tæknisetur, Matvæla-og næringarfræðideild HÍ. Að auki hefur MATÍS unnið með Hyndlu við ýmis konar efnagreiningar og tilraunir.

Tuttugu sérfræðingar sem vinna að TACO-ALGAE verkefninu, ásamt Hyndlu ehf, komu saman til fundar í Vísindagörðum Háskóla Íslands í Grósku dagana 1. – 3. maí s.l. Fjöldi erinda og kynningar voru þar flutt m.a. erindi sem þeir Karl Gunnarsson, þörungafræðingur hjá Hafrannsóknastofnun og Arnar Þór Skúlason, doktorsnemi við Matvæla-og næringarfræðideild HÍ fluttu um verkefni, sem þeir vinna að í samvinnu við Hyndlu .          

Ýmsar niðurstöður frá TACO-ALGAE verkefninu munu koma í ljós á næstu mánuðum og misserum. Nú þegar hefur tekist  að draga út úr klóblöðkunni, íslenskum þörungi sem Hyndla ræktar, litarefnið phycoerythrin en það er eftirsótt í matvælaframleiðslu, í snyrtivörur og eins er talið að það hafi margvísleg bætandi og verndandi heilsufarsleg áhrif en rannsóknir standa nú víða yfir um þann eiginleika efnisins.

Hyndla hlýtur Evrópustyrk

Undanfarin ár hefur frumkvöðlafyrirtækið Hyndla ehf  staðið fyrir rannsóknum og tilraunum á eldi rauðþörungsins klóblöðku og fleiri rauðþörungum s.s....

read more

Jón Bernódusson – minning.

„Ég veit um manninn, sem getur hjálpað okkur” sagði Guðrún og hélt svo áfram „hann er bráðsnjall,  hugmyndaríkur og svo er hann svo skemmtilegur”.  Tilefnið var fundur okkar hjá Hyndlu að...

read more

Styrkur frá Tækniþróunarsjóði

Í byrjun júlí 2020 fékk Hyndla ehf, ásamt Hafrannsóknastofnun og Nýsköpunarmiðstöð Íslands, fyrirtækjastyrk SPROTA. Styrkurinn er til tveggja ára að fjárhæð kr. 20 milljónir. Meginmarkmið...

read more

HYNDLA fær rannsóknarleyfi á Reykjanesi​

Frá Reykjanesi Í byrjun júní gerði Hyndla ehf samkomulag við Ríkiseignir f.h. Ríkissjóðs Íslands um rannsóknarleyfi í fjöru Flekkuvíkur- jarðanna Flekkuvík 1 og Flekkuvík 2 á Vatnsleysuströnd.Í...

read more

Ráðstefna Strandbúnaðar 21-22 mars 2020

Guðrún Hallgrímsdóttir Á ráðstefnunni mun Guðrún Hallgrímsdóttir, matvælaverkfræðingur og stjórnarformaður Hyndlu ehf flytja erindi sem hún nefnir: Inniræktun stórþörunga í borholusjó. Markmið...

read more

Hyndla í Landanum

Fjallað var um Hyndlu í sjónvarpsþættinum Landanum á RÚV þann 9. des s.l. https://www.ruv.is/landalandakort/1343251

read more
Fiskifréttir, viðtal við Karl Gunnarsson

Fiskifréttir, viðtal við Karl Gunnarsson

Hér má sjá fróðlegt viðtal við Karl Gunnarsson sérfræðing hjá Hafrannsóknastofnun, samstarfsmann okkar hjá Hyndlu ehf, um eldi á klóblöðku (Shcyzimenia jonssoni). Viðtalið birtist í Fiskifréttum...

read more