Select Page

Styrkur frá Tækniþróunarsjóði

23. 11. 2020

Í byrjun júlí 2020 fékk Hyndla ehf, ásamt Hafrannsóknastofnun og Nýsköpunarmiðstöð Íslands, fyrirtækjastyrk SPROTA. Styrkurinn er til tveggja ára að fjárhæð kr. 20 milljónir. Meginmarkmið verkefnisins, sem verið er að styrkja eru tilraunir, rannsóknir og prófanir á:

  • Hagkvæmu kerfi til sjálfbærrar ræktunar klóblöðku, verðmæts matþörungs, við stýrðar aðstæður í borholusjó á landi.
  • Kjöraðstæður fyrir vöxt þörunganna hvað varðar hita, ljós, straum, næringarsölt og þéttleika í ræktun.

Við hönnun kerfisins verður lögð áhersla á lögun kerja, dýpt, efnisval, lýsingu, loftun og strauma, rennsli, þrif og sjálfvirkni. Slíkt kerfi hefur ekki verið þróað annars staðar til þessa. Kerfið hentar líka vel til ræktunar annarra stórþörunga.

Haldið verður áfram með ræktunartilraunir á klóblöðku, alíslenskum rauðþörungi. Gerðar verða tilraunir til fjölgunar þörunga með því að kurla þá niður. Í framtíðinni er ætlunin að hefja einnig tilraunir með ræktun sölva og maríusvuntu.

Við hjá Hyndlu ehf erum afar þakklát og stolt yfir að verkefnið fékk þennan ómetanlega stuðning. Þetta gefur okkur tækifæri á að halda áfram af fullum krafti.

Hyndla hlýtur Evrópustyrk

Undanfarin ár hefur frumkvöðlafyrirtækið Hyndla ehf  staðið fyrir rannsóknum og tilraunum á eldi rauðþörungsins klóblöðku og fleiri rauðþörungum s.s....

read more

Jón Bernódusson – minning.

„Ég veit um manninn, sem getur hjálpað okkur” sagði Guðrún og hélt svo áfram „hann er bráðsnjall,  hugmyndaríkur og svo er hann svo skemmtilegur”.  Tilefnið var fundur okkar hjá Hyndlu að...

read more

HYNDLA fær rannsóknarleyfi á Reykjanesi​

Frá Reykjanesi Í byrjun júní gerði Hyndla ehf samkomulag við Ríkiseignir f.h. Ríkissjóðs Íslands um rannsóknarleyfi í fjöru Flekkuvíkur- jarðanna Flekkuvík 1 og Flekkuvík 2 á Vatnsleysuströnd.Í...

read more

Ráðstefna Strandbúnaðar 21-22 mars 2020

Guðrún Hallgrímsdóttir Á ráðstefnunni mun Guðrún Hallgrímsdóttir, matvælaverkfræðingur og stjórnarformaður Hyndlu ehf flytja erindi sem hún nefnir: Inniræktun stórþörunga í borholusjó. Markmið...

read more

Hyndla í Landanum

Fjallað var um Hyndlu í sjónvarpsþættinum Landanum á RÚV þann 9. des s.l. https://www.ruv.is/landalandakort/1343251

read more
Fiskifréttir, viðtal við Karl Gunnarsson

Fiskifréttir, viðtal við Karl Gunnarsson

Hér má sjá fróðlegt viðtal við Karl Gunnarsson sérfræðing hjá Hafrannsóknastofnun, samstarfsmann okkar hjá Hyndlu ehf, um eldi á klóblöðku (Shcyzimenia jonssoni). Viðtalið birtist í Fiskifréttum...

read more