Ráðstefna Strandbúnaðar 21-22 mars 2020

21. 03. 2019

Guðrún Hallgrímsdóttir

Á ráðstefnunni mun Guðrún Hallgrímsdóttir, matvælaverkfræðingur og stjórnarformaður Hyndlu ehf flytja erindi sem hún nefnir: Inniræktun stórþörunga í borholusjó. Markmið Hyndlu er að þróa sjálfbæra og arðbæra framleiðslu á eftirsóttum innlendum stór-þörungum ræktuðum í borholusjó. Gerðar hafa verið tilraunir með alíslenskan rauðþörung, klóblöðku, af tegundinni Schizymenia. Hún vex neðarlega í fjöru þar sem erfitt getur verið að tína hana. Klóblaðka er áhugaverð sökum bragðgæða en einnig vegna innihalds lífvirkra efna. Sagt verður frá svörun þörungsins við ljósi og hita, vaxtarhraða og fjölgun í kerjum svo og næstu skrefum.

https://strandbunadur.is/wp-content/uploads/2019/03/4.-gudrun.pdf

Guðrún flytur erindi sitt föstudaginn 22. mars, kl 12.