Select Page

HYNDLA fær rannsóknarleyfi á Reykjanesi​

13. 06. 2019

Frá Reykjanesi

Í byrjun júní gerði Hyndla ehf samkomulag við Ríkiseignir f.h. Ríkissjóðs Íslands um rannsóknarleyfi í fjöru Flekkuvíkur- jarðanna Flekkuvík 1 og Flekkuvík 2 á Vatnsleysuströnd.Í samkomulaginu segir m.a.:

„Veitt er rannsóknarleyfi á þara og þörungum í fjöru ofangreindra jarða. Í leyfinu felst taka sýni úr fjörunni til rannsókna og tilrauna. Umrætt landsvæði í fjörunni liggur einungis milli stórstraumsfjöru og stórstraumsflóðs. Ekki er fyrirhugað að þarna verði um neina magntöku á þörungum að ræða heldur aðallega sáðtöku í vísindaskyni fyrir frekari ræktun. Leyfið gildir til ársloka 2020 og möguleiki er á framlengingu leyfisins ef vel gengur.“

Fjaran við Flekkuvík er einstök fyrir hreinleika sinn og fjölbreytni sjávargróðurs. Taka sýna verður gerð í samvinnu við Karl Gunnarsson hjá Hafrannsóknastofnun þannig að gætt verði ítrustu varkárni og kostgæfni. Samkomulagið er Hyndlu ehf einkar mikilvægt til áframhaldandi rannsókna- og þróunarverkefna.

Ríkiseignum er færðar bestu þakkir fyrir ánægjulega samvinnu við að koma samkomulagi þessu í höfn.

Hyndla hlýtur Evrópustyrk

Undanfarin ár hefur frumkvöðlafyrirtækið Hyndla ehf  staðið fyrir rannsóknum og tilraunum á eldi rauðþörungsins klóblöðku og fleiri rauðþörungum s.s....

read more

Jón Bernódusson – minning.

„Ég veit um manninn, sem getur hjálpað okkur” sagði Guðrún og hélt svo áfram „hann er bráðsnjall,  hugmyndaríkur og svo er hann svo skemmtilegur”.  Tilefnið var fundur okkar hjá Hyndlu að...

read more

Styrkur frá Tækniþróunarsjóði

Í byrjun júlí 2020 fékk Hyndla ehf, ásamt Hafrannsóknastofnun og Nýsköpunarmiðstöð Íslands, fyrirtækjastyrk SPROTA. Styrkurinn er til tveggja ára að fjárhæð kr. 20 milljónir. Meginmarkmið...

read more

Ráðstefna Strandbúnaðar 21-22 mars 2020

Guðrún Hallgrímsdóttir Á ráðstefnunni mun Guðrún Hallgrímsdóttir, matvælaverkfræðingur og stjórnarformaður Hyndlu ehf flytja erindi sem hún nefnir: Inniræktun stórþörunga í borholusjó. Markmið...

read more

Hyndla í Landanum

Fjallað var um Hyndlu í sjónvarpsþættinum Landanum á RÚV þann 9. des s.l. https://www.ruv.is/landalandakort/1343251

read more
Fiskifréttir, viðtal við Karl Gunnarsson

Fiskifréttir, viðtal við Karl Gunnarsson

Hér má sjá fróðlegt viðtal við Karl Gunnarsson sérfræðing hjá Hafrannsóknastofnun, samstarfsmann okkar hjá Hyndlu ehf, um eldi á klóblöðku (Shcyzimenia jonssoni). Viðtalið birtist í Fiskifréttum...

read more