
Í byrjun júní gerði Hyndla ehf samkomulag við Ríkiseignir f.h. Ríkissjóðs Íslands um rannsóknarleyfi í fjöru Flekkuvíkur- jarðanna Flekkuvík 1 og Flekkuvík 2 á Vatnsleysuströnd.Í samkomulaginu segir m.a.:
„Veitt er rannsóknarleyfi á þara og þörungum í fjöru ofangreindra jarða. Í leyfinu felst taka sýni úr fjörunni til rannsókna og tilrauna. Umrætt landsvæði í fjörunni liggur einungis milli stórstraumsfjöru og stórstraumsflóðs. Ekki er fyrirhugað að þarna verði um neina magntöku á þörungum að ræða heldur aðallega sáðtöku í vísindaskyni fyrir frekari ræktun. Leyfið gildir til ársloka 2020 og möguleiki er á framlengingu leyfisins ef vel gengur.“
Fjaran við Flekkuvík er einstök fyrir hreinleika sinn og fjölbreytni sjávargróðurs. Taka sýna verður gerð í samvinnu við Karl Gunnarsson hjá Hafrannsóknastofnun þannig að gætt verði ítrustu varkárni og kostgæfni. Samkomulagið er Hyndlu ehf einkar mikilvægt til áframhaldandi rannsókna- og þróunarverkefna.
Ríkiseignum er færðar bestu þakkir fyrir ánægjulega samvinnu við að koma samkomulagi þessu í höfn.