
UM HYNDLU
Tilgangur félagsins er að rannsaka, þróa og rækta stórþörunga á Íslandi, framleiða og markaðssetja afurðir úr þeim jafnt innanlands sem utan. Ennfremur að kynna notkun stórþörunga til manneldis og hvers kyns vinnslu verðmætra efna úr þeim þ.m.t. lífvirk efni.
Frá stofnun Hyndlu ehf hefur félagið stundað fjölbreyttar rannsóknir á ræktun stórþörunga á landi, aðallega klóblöðku (schizymenia jonssoni), beltisþara (saccharina latissima) og sölvum (palmaria palmata).
Starfsemi Hyndlu ehf hefur verið styrkt af Tækniþróunarsjóði, í samstarfi við Hafrannsóknarstofnun og Nýsköpunarmiðstöð og af AVS sjóðnum, í samstarfi við Hafrannsóknarstofnun og MATÍS.
Stjórn Hyndlu skipa Bjarni Grétar Bjarnason, Gestur Ólafsson og Guðrún Hallgrímsdóttir.

FRÉTTIR
ÞÖRUNGARNIR OKKAR

Klóblaðka / Schizymenia jonssonii
Klóblaðka er rauðþörungur sem uppgötvaðist við strendur Íslands. Þörungurinn fannst fyrst í kringum aldamótin 1900 en klóblaðka var ekki skilgreind sem sérstök tegund fyrr en árið 2020 af Dr. Karli Gunnarssyni ásamt tveimur breskum vísindamönnum. Klóblaðka er ekki algeng og er erfitt að nálgast hana nema á stórstraumsfjöru. Á veturnar, þegar sjórinn hefur sem mest af næringarefnum, er klóblaðkan rauðbrún en verður svo gul á sumrin þegar sjórinn er næringarsnauðari.

Söl / Palmaria palmata
Söl er líklega sá þörungur sem flestir þekkja til. Söl vaxa neðarlega í fjörum og finnast helst þegar fjarar. Söl eru vínrauð á litinn en gulna oft á sumrin. Söl eru næringarrík og hafa verið notuð til matar á Íslandi langt aftur í aldir. Í Egils sögu Skallagrímssonar segir frá því að Egill hyggst svelta sig í hel vegna sorgar yfir dauða sona sinna. Þorgerður dóttir hans fær hann þá til að borða söl og bjargar þar með lífi hans. Söl eru próteinrík og hafa Íslendingar því ekki glímt við próteinskort ólíkt öðrum þjóðum þegar skall á sultur.