Select Page

UM HYNDLU

Tilgangur félagsins er að rannsaka, þróa og rækta stórþörunga á Íslandi, framleiða og markaðssetja afurðir úr þeim jafnt innanlands sem utan. Ennfremur að kynna notkun stórþörunga til manneldis og hvers kyns vinnslu verðmætra efna úr þeim þ.m.t. lífvirk efni.

Frá stofnun Hyndlu ehf hefur félagið stundað fjölbreyttar rannsóknir á ræktun stórþörunga á landi, aðallega klóblöðku (schizymenia jonssoni), beltisþara (saccharina latissima) og sölvum (palmaria palmata).

Starfsemi Hyndlu ehf hefur verið styrkt af Tækniþróunarsjóði, í samstarfi við Hafrannsóknarstofnun og Nýsköpunarmiðstöð og af AVS sjóðnum, í samstarfi við Hafrannsóknarstofnun og MATÍS.

Stjórn Hyndlu skipa Bjarni Grétar Bjarnason,  Gestur Ólafsson og Guðrún Hallgrímsdóttir.

FRÉTTIR

Hyndla hlýtur Vaxtarstyrk Tækniþróunarsjóðs

Klóblaðka í ræktun. Það er okkur hjá Hyndlu mikil ánægja að segja frá því að nú í desember 2022, var félaginu veittur styrkur úr Tækniþróunarsjóðnum Vexti, til tveggja ára. Samstarfsaðilar okkar í verkefninu, sem styrkinn hlaut, eru Hafrannsóknastofnun og Tæknisetur...

Jón Bernódusson – minning.

„Ég veit um manninn, sem getur hjálpað okkur” sagði Guðrún og hélt svo áfram „hann er bráðsnjall,  hugmyndaríkur og svo er hann svo skemmtilegur”.  Tilefnið var fundur okkar hjá Hyndlu að ræða hugmynd um hreinsun á affalli frá stærstu lax-og bleikjueldisstöð...

Styrkur frá Tækniþróunarsjóði

Í byrjun júlí 2020 fékk Hyndla ehf, ásamt Hafrannsóknastofnun og Nýsköpunarmiðstöð Íslands, fyrirtækjastyrk SPROTA. Styrkurinn er til tveggja ára að fjárhæð kr. 20 milljónir. Meginmarkmið verkefnisins, sem verið er að styrkja eru tilraunir, rannsóknir og prófanir á:...

Styrkur frá AVS og Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu

Í maí s.l. fékk Hyndla ehf ásamt Hafrannsóknarstofnun og MATÍS styrk úr AVS-sjóðnum til tveggja ára að fjárhæð kr. 20 milljónir. Styrkurinn er veittur vegna rannsókna á klóblöðku og þróun aðferða við ræktun hennar í eldiskerjum á landi með borholusjó. Þróunarverkefnið...

HYNDLA fær rannsóknarleyfi á Reykjanesi​

Frá Reykjanesi Í byrjun júní gerði Hyndla ehf samkomulag við Ríkiseignir f.h. Ríkissjóðs Íslands um rannsóknarleyfi í fjöru Flekkuvíkur- jarðanna Flekkuvík 1 og Flekkuvík 2 á Vatnsleysuströnd.Í samkomulaginu segir m.a.: „Veitt er rannsóknarleyfi á þara og þörungum í...

Ráðstefna Strandbúnaðar 21-22 mars 2020

Guðrún Hallgrímsdóttir Á ráðstefnunni mun Guðrún Hallgrímsdóttir, matvælaverkfræðingur og stjórnarformaður Hyndlu ehf flytja erindi sem hún nefnir: Inniræktun stórþörunga í borholusjó. Markmið Hyndlu er að þróa sjálfbæra og arðbæra framleiðslu á eftirsóttum innlendum...

Hyndla í Landanum

Fjallað var um Hyndlu í sjónvarpsþættinum Landanum á RÚV þann 9. des s.l. https://www.ruv.is/landalandakort/1343251

Fiskifréttir, viðtal við Karl Gunnarsson

Hér má sjá fróðlegt viðtal við Karl Gunnarsson sérfræðing hjá Hafrannsóknastofnun, samstarfsmann okkar hjá Hyndlu ehf, um eldi á klóblöðku (Shcyzimenia jonssoni). Viðtalið birtist í Fiskifréttum þann 21. desember 2017. Vantar slóðina hún...

Súrnun sjávar í Speglinum í gær

Góður fréttaskýringarþáttur var um súrnun sjávar í Speglinum í gær. http://www.ruv.is/frett/hvad-bidur-thin-beitukongur

Hyndla kynnir tilraunir sínar á ræktun klóblöðku.

Líffræðiráðstefnan í Öskju dagana 26.-28. Október.

ÞÖRUNGARNIR OKKAR

Klóblaðka / Schizymenia jonssonii

Klóblaðka er rauðþörungur sem uppgötvaðist við strendur Íslands. Þörungurinn fannst fyrst í kringum aldamótin 1900 en klóblaðka var ekki skilgreind sem sérstök tegund fyrr en árið 2020 af Dr. Karli Gunnarssyni ásamt tveimur breskum vísindamönnum. Klóblaðka er ekki algeng og er erfitt að nálgast hana nema á stórstraumsfjöru. Á veturnar, þegar sjórinn hefur sem mest af næringarefnum, er klóblaðkan rauðbrún en verður svo gul á sumrin þegar sjórinn er næringarsnauðari.

Söl / Palmaria palmata

Söl er líklega sá þörungur sem flestir þekkja til. Söl vaxa neðarlega í fjörum og finnast helst þegar fjarar. Söl eru vínrauð á litinn en gulna oft á sumrin. Söl eru næringarrík og hafa verið notuð til matar á Íslandi langt aftur í aldir. Í Egils sögu Skallagrímssonar segir frá því að Egill hyggst svelta sig í hel vegna sorgar yfir dauða sona sinna. Þorgerður dóttir hans fær hann þá til að borða söl og bjargar þar með lífi hans. Söl eru próteinrík og hafa Íslendingar því ekki glímt við próteinskort ólíkt öðrum þjóðum þegar skall á sultur.

Atvinnuvega -og
nýsköpunar-ráðuneytið